Telur að gosinu ljúki í mars

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur að gosinu ljúki í mars á …
Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur að gosinu ljúki í mars á þessu ári. mbl.is/Árni Sæberg

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir að gosinu í Holuhrauni ljúki í byrjun mars á þessu ári, 160 dögum eftir að mælingar hófust. Þetta kemur fram í færslu á bloggsíðu hans en þar má sjá línurit sem sýnir sig Bárðarbungu frá upphafi. 

Þar kemur fram að sigið hafi verið reglulegt frá upphafi og telur Haraldur að línan verði orðin lárétt, þ.e. að sig hætti, í mars. 

„Þá er líklegt að gosinu ljúki því að þrýstingur í kvikuþrónni verður kominn í jafnvægi. Bláu punktarnir eru allir af athugunum á siginu, nema síðasti punkturinn við dag 160, sem ég leyfi mér að setja inn sem líkleg goslok í mars,“ skrifar Haraldur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert