Telur að gosinu ljúki í mars

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur að gosinu ljúki í mars á …
Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur að gosinu ljúki í mars á þessu ári. mbl.is/Árni Sæberg

Har­ald­ur Sig­urðsson eld­fjalla­fræðing­ur seg­ir að gos­inu í Holu­hrauni ljúki í byrj­un mars á þessu ári, 160 dög­um eft­ir að mæl­ing­ar hóf­ust. Þetta kem­ur fram í færslu á bloggsíðu hans en þar má sjá línu­rit sem sýn­ir sig Bárðarbungu frá upp­hafi. 

Þar kem­ur fram að sigið hafi verið reglu­legt frá upp­hafi og tel­ur Har­ald­ur að lín­an verði orðin lá­rétt, þ.e. að sig hætti, í mars. 

„Þá er lík­legt að gos­inu ljúki því að þrýst­ing­ur í kvikuþrónni verður kom­inn í jafn­vægi. Bláu punkt­arn­ir eru all­ir af at­hug­un­um á sig­inu, nema síðasti punkt­ur­inn við dag 160, sem ég leyfi mér að setja inn sem lík­leg gos­lok í mars,“ skrif­ar Har­ald­ur. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert