„Engin ástæða til að kæra málið“

Hæstaréttarlögmaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að engin ástæða sé fyrir sveitarstjórn Ásahrepps að kæra Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi sveitarstjóra, til lögreglu vegna meints brots í störfum sínum. Hann segir oft hægt að leysa mál öðruvísi en að sparka í liggjandi menn.

Brynjar Níelsson fjallar um málið í pistli og segir að Björgvin hafi lýst nákvæmlega hvað hann gerði og viðurkennt að hafa notað fjármuni hreppsins í eigin þágu án þess að hafa leitað sérstakar heimildar fyrirfram, og vel megi vera að hægt sé að heimfæra verknað Björgvins til refsilagaákvæðis miðað við hans eigin frásögn af atvikum.

„Hins vegar liggur fyrir að hann leyndi engu og gerði ráð fyrir að þessum úttektum yrði skuldajafnað við laun hans. Því er engin ástæða til að kæra málið til lögreglu og leysa á málið með öðrum hætti,“ segir Brynjar og bætir við: „Svo er oft hægt að leysa mál öðruvísi en að sparka sem fastast í liggjandi menn.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka