Vilja afnema bann við guðlasti

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. mbl.is/Rósa Braga

Þing­menn Pírata hafa lagt fram frum­varp til breyt­inga á al­menn­um hegn­ing­ar­lög­um þess efn­is að 125. grein lag­anna, sem kveður á um refs­ing­ar fyr­ir guðlast, falli brott. Fyrsti flutn­ings­maður er Helgi Hrafn Gunn­ars­son.

Laga­grein­in hljóðar svo: „Hver, sem op­in­ber­lega dreg­ur dár að eða smán­ar trú­ar­kenn­ing­ar eða guðsdýrk­un lög­legs trú­ar­bragðafé­lags, sem er hér á landi, skal sæta sekt­um eða fang­elsi allt að 3 mánuðum. Mál skal ekki höfða, nema að fyr­ir­lagi sak­sókn­ara.“ Fram kem­ur í grein­ar­gerð með frum­varp­inu að tján­ing­ar­frelsið sé einn af horn­stein­um lýðræðis. Það sé grund­vall­ar­atriði í frjálsu sam­fé­lagi að fólk geti tjáð skoðanir sín­ar án ótta við refs­ing­ar af nokkru tagi. Hvort held­ur sem sé um yf­ir­völd að ræða eða aðra.

„Fólk hef­ur ólíka sýn á lífið og því er viðbúið að tján­ing sem einn tel­ur eðli­lega telji ann­ar móðgandi. Sem bet­ur fer eru upp­lif­an­ir fólks af líf­inu og til­ver­unni af­skap­lega ólík­ar. Því er með öllu óraun­hæft að ætla mann­leg­um hugs­un­um, til­finn­ing­um og skoðunum að rúm­ast alltaf inn­an ramma svo­kallaðs al­menns vel­sæm­is.“ Enn­frem­ur er skír­skotað til árás­inn­ar á franska dag­blaðið Charlie Hebdo í Par­ís, höfuðborg Frakk­lands, fyrr í mánuðinum í því sam­bandi.

Frum­varpið í heild

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert