Biðjist afsökunar á skipun Gústafs

Helgi Haukur Hauksson, formaður SUF.
Helgi Haukur Hauksson, formaður SUF. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Stjórn Sam­bands ungra fram­sókn­ar­manna er and­víg skip­un Gúst­afs Ní­els­son­ar sem vara­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins í Mann­rétt­indaráðii Reykja­vík­ur­borg­ar og hvet­ur enn­frem­ur Fram­sókn og flug­valla­vini til þess að biðjast af­sök­un­ar á skip­un­inni og draga hana til baka. Þetta kem­ur fram í álykt­un sem stjórn­in sendi frá sér í dag. Álykt­un­in er svohljóðandi:

„Stjórn Sam­bands ungra fram­sókn­ar­manna styður ekki skip­an Gúst­afs Ní­els­son­ar sem vara­mann í Mann­rétt­indaráði Reykja­vík­ur­borg­ar fyr­ir Fram­sókn í Reykja­vík og flug­vall­ar­vini. Mál­flutn­ing­ur Gúst­afs er á skjön við grund­vall­ar­stefnu Fram­sókn­ar­flokks­ins. Nú sem aldrei fyrr er nauðsyn­legt að virða mann­rétt­indi og trú­ar­skoðanir fólks. Sam­band ungra Fram­sókn­ar­manna mun ekki taka þátt í því að hverfa frá stefnu Fram­sókn­ar­flokks­ins. Við hvetj­um Fram­sókn í Reykja­vík og flug­vall­ar­vini til að draga skip­an Gúst­afs Ní­els­son­ar til baka og jafn­framt biðjast af­sök­un­ar á henni.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert