Ekki andstæðingar minnihlutahópa

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar og flugvallarvina.
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar og flugvallarvina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fram­sókn og flug­vall­ar­vin­ir hafa sent frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem fram kem­ur að fram­boðið virði trúfrelsi og hafi aldrei verið and­stæðing­ar minni­hluta­hópa í land­inu.

Yf­ir­lýs­ing­in kem­ur í kjöl­far mik­ill­ar umræðu í dag um skip­un fram­boðsins á Gúst­af Ní­els­syni sagn­fræðingi sem var­a­full­trúa þess í mann­rétt­indaráð Reykja­vík­ur­borg­ar vegna skoðana sem hann hef­ur viðrað á sam­kyn­hneigðum og múslim­um, en hún er svohljóðandi:

„Fram­sókn og flug­vall­ar­vin­ir virða trúfrelsi og eru ekki og hafa aldrei verið and­stæðing­ar minni­hluta­hópa í land­inu. Vinna okk­ar í borg­ar­stjórn hef­ur helg­ast af bar­áttu fyr­ir bætt­um hag borg­ar­búa, skil­virk­ari þjón­ustu og jafn­rétti allra hópa. Við mun­um halda áfram þeirri vinnu.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert