Þekktu ekki til afstöðu Gústafs

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar og flugvallavina.
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar og flugvallavina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er ljóst að það yrði ekki vinnufriður um þau góðu og mik­il­vægu mál­efni sem við höf­um verið að vinna að í borg­ar­stjórn og við viss­um ekki af af­stöðu [Gúst­afs] til sam­kyn­hneigðra. Það er það sem breytt­ist,“ seg­ir Svein­björg Birna Svein­björns­dótt­ir, odd­viti Fram­sókn­ar og flug­vall­ar­vina í Reykja­vík­ur, spurð að því hvað olli því að borg­ar­full­trú­ar Fram­sókn­ar og flug­vall­ar­vina ákváðu að draga skip­un Gúst­afs Ní­els­son­ar sem vara­manns í mann­rétt­indaráð Reykja­vík­ur­borg­ar til baka.

Svein­björg seg­ir að í kjöl­far skip­un­ar Gúst­afs hafi ákveðnir hlut­ir verið dregn­ir fram sem borg­ar­full­trú­un­um var ókunn­ugt um. „Þeir eru uppi á borðinu núna og þá þurf­um við að end­ur­skoða okk­ar af­stöðu, og við erum al­veg kon­ur til þess að gera það,“ seg­ir hún.

Í til­kynn­ingu frá Fram­sókn og flug­vall­ar­vin­um um aft­ur­köll­un skip­un­ar Gúst­afs seg­ir m.a. að stefna fram­boðsins sé skýr.

„Við berj­umst fyr­ir mann­rétt­ind­um, virðingu fyr­ir ein­stak­lingn­um og fjöl­skyld­unni. Við höfn­um hvers kon­ar mis­mun­un sem ger­ir grein­ar­mun á fólki t.d. eft­ir kynþætti, kyn­ferði, tungu, trú, þjóðerni, kyn­hneigð, bú­setu eða stjórn­mála­skoðunum. Við mun­um ávallt verja skoðana- og tján­ing­ar­frelsi, trúfrelsi og friðhelgi einka­lífs.

Skip­un vara­manns í mann­rétt­indaráð Reykja­vík­ur­borg­ar í gær er ekki í sam­ræmi við stefnu Fram­sókn­ar­flokks­ins og voru því mis­tök af okk­ar hálfu,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Greta Björg Eg­ils­dótt­ir tek­ur sæti vara­manns í mann­rétt­indaráði Reykja­vík­ur­borg­ar.

Upp­fært kl. 12.44:

Á Face­book-síðu Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar for­sæt­is­ráðherra má nú finna eft­ir­far­andi færslu:

„Hitti full­trúa Fram­sókn­ar og flug­vall­ar­vina í morg­un til að ræða flug­vall­ar­mál. Rædd­um einnig þau mis­tök sem voru gerð við nefnd­ar­skip­an. Fund­ur­inn var góður og ár­ang­urs­rík­ur.“

„Hið af­brigðilega og ófrjóa“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert