Gangur að komast í loðnuveiðar

Sighvatur Bjarnason að loðnuveiðum.
Sighvatur Bjarnason að loðnuveiðum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Svo virðist sem gangur sé að komast í loðnuvertíðina og fregnir hafa borist af góðum afla á miðunum norður af Melrakkasléttu síðustu daga.

Á heimasíðu Síldarvinnslunnar segir að á mánudag hafi verið góð veiði, en um kvöldið og nóttina hafi hins vegar verið bræla og ekki veiðiveður.

Börkur NK kom til Neskaupstaðar með rúm 2.000 tonn upp úr hádegi í gær og Polar Amaroq var væntanlegt síðdegis með 1.800 tonn. Gert var ráð fyrir að hluti aflans færi til vinnslu í fiskiðjuverinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert