Tveir frídagar eða 17. júní færður?

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Dag­ur B. Eggerts­son, borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur, sagðist á borg­ar­stjórn­ar­fundi í gær að hafa heyrt þá hug­mynd nefnda að 19. júní verði gerður að frí­degi í ár í til­efni 100 ára af­mæl­is kosn­inga­rétt­ar kvenna. Hann spurði á móti hvort það mætti kannski færa hátíðar­höld 17. júní yfir á 19. júní.

„Ég veit að það hef­ur flogið fyr­ir sú hug­mynd að 19. júní í sum­ar, sem er föstu­dag­ur, verði gerður að frí­degi. Þær mót­bár­ur hafa líka heyrst að þetta sé það ná­lægt 17. júní sem er að sjálf­sögðu okk­ar þjóðhátíðardag­ur sem er frí­dag­ur og við höld­um upp á ár­lega, að það sé erfitt bæði fyr­ir at­vinnu­líf og aðra að vera með tvo frí­daga í miðri viku svo ná­lægt.

En þá vil ég velta því upp hvort þeir sem þetta eru að skoða, og ég geri ráð fyr­ir að þetta sé til skoðunar við rík­is­stjórn­ar­borðið, hafi velt fyr­ir sér hvort að ein­hverju leyti eigi að sam­eina hátíðar­höld­in og hafa frí­dag í til­efni þjóðhátíðardags­ins og 100 ára af­mæl­is kosn­inga­rétt­ar kvenna þann 19. júní í ár. Sam­eina þannig þessi hefðbundnu hátíðar­höld en helga þau í raun bar­áttu ís­lenskra kvenna fyr­ir kven­frelsi og bar­áttu okk­ar allra fyr­ir jafn­rétti og hafa frí­dag­inn á föstu­degi,“ sagði Dag­ur á fundi borg­ar­stjórn­ar í gær.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka