Störf flutt frá Akureyri til Reykjavíkur

Flugvél Mýflugs.
Flugvél Mýflugs. mbl.is/Eggert

Þrjú sérhæfð störf færast frá flugvellinum á Akureyri til Reykjavíkur sökum þess að Isavia ákvað að bjóða ekki rekstur flugvélar sinnar út að nýju heldur færa verkefnið yfir til Landhelgisgæslunnar. Mýflug hafði eftir útboð rekið flugvélina um árabil sem einkum er notuð til flugmælinga á flugvöllum.

Frá þessu er greint á vefsvæði Akureyrar vikublaðs. Þar segir að Mýflug hafi gert samning við Flugstoðir um reksturinn en síðan Isavia. Þann 30. september síðastliðinn rann samningurinn út og ákvað Isavia að bjóða reksturinn ekki út að nýju heldur færa verkefnið yfir til Landhelgisgæslunnar.

Leifur Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Mýflugs, segir í samtali við fréttavefinn að með þessu færist þrjú sérhæfð störf til Reykjavíkur og gagnrýnir þá ákvörðun harðlega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert