Stórfelld svik og blekkingar

Kaupþing, Glitnit og Landsbankinn.
Kaupþing, Glitnit og Landsbankinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Víglundur Þorsteinsson, lögfræðingur, telur að stórfelld og margvísleg lagabrot hafi verið framin eftir að ákvörðunum Fjármálaeftirlitsins um stofnúrskurði nýju bankanna í október 2008 var breytt. Þannig hafi erlendir „hrægammasjóðir“ hagnast um 300-400 milljarða króna á kostnað þjóðarinnar, ekki síst fyrir atbeina Steingríms J. Sigfússonar, þáverandi fjármálaráðherra.

Víglundur sendi seint í gærkvöld Einari K. Guðfinnssyni, forseta Alþingis, og öllum þingmönnum bréf, eigin greinargerð og stofnúrskurði Fjármálaeftirlitsins fyrir nýju bankana, frá því í október 2008, sem stofnaðir voru með heimild í neyðarlögunum í október 2008. Stofnúrskurðir FME hafa ekki áður verið birtir opinberlega.

Í bréfi sínu til forseta Alþingis segir Víglundur m.a.: „Í greinargerðinni leiði ég líkur að því að framin hafi verið stórfelld brot á almennum hegningarlögum, stjórnsýslulögum, lögum um fjármálafyrirtæki, lögum um fjármálaeftirlit og ef til vill fleiri lögum. Sýnist mér hugsanlegt að ólögmætur hagnaður skilanefnda/slitastjórna af meintum fjársvikum og auðgunarbrotum kunni að nema á bilinu 300 - 400 milljörðum króna í bönkunum þremur.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert