Biður Álfheiði afsökunar

Álfheiður Ingadóttir, fyrrverandi alþingismaður.
Álfheiður Ingadóttir, fyrrverandi alþingismaður. mbl.is/Rósa Braga

Svan­hild­ur Boga­dótt­ir borg­ar­skjala­vörður hef­ur beðið Álf­heiði Inga­dótt­ur, fyrr­ver­andi alþing­is­mann, af­sök­un­ar á því að Borg­ar­skjala­safn skuli hafa haldið því fram að Ingi R. Helga­son, faðir Álf­heiðar, hafi skrifað njósna­skýrslu um nafn­greinda fé­laga í hreyf­ingu ungra sósí­al­ista.

Álf­heiður skrifaði grein í Frétta­blaðið í dag þar sem hún furðar sig á því að safnið skuli halda því fram að faðir henn­ar hafi „skrifað njósna­skýrsl­ur á næt­urþeli fyr­ir Bjarna Bene­dikts­son, Morg­un­blaðið og banda­ríska sendi­ráðið." Skýrsl­una er að finna í einka­skjala­safni Bjarna Bene­dikts­son­ar, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, sem varðveitt er á Borg­ar­skjala­safni.

Álf­heiður fer í grein­inni í Frétta­blaðinu fram á að Borg­ar­skjala­safn birti op­in­ber­lega leiðrétt­ingu á þess­um aðdrótt­un­um. Það hef­ur safnið gert því í morg­un birt­ist á vef safns­ins eft­ir­far­andi yf­ir­lýs­ing:

„Í Frétta­blaðinu í dag 24. janú­ar 2015 birt­ist grein eft­ir Álf­heiði Inga­dótt­ur um skjal á vef Borg­ar­skjala­safns um safn Bjarna Bene­dikts­son­ar, þar sem lesa megi að faðir henn­ar Ingi R. Helga­son hrl. sé höf­und­ur dag­bók­ar, e.k. njósna­skýrslu um nafn­greinda fé­laga sína í hreyf­ingu ungra sósí­al­ista og stúd­enta, dag­bók sem rataði í einka­skjala­safn Bjarna Bene­dikts­son­ar fyrr­um for­sæt­is­ráðherra. Álf­heiður fer fram á að Borg­ar­skjala­safnið birti op­in­ber­lega leiðrétt­ingu á þess­um aðdrótt­un­um. Borg­ar­skjala­safn Reykja­vík­ur viður­kenn­ir hér með að mann­leg mis­tök voru gerð við birt­ingu á um­rædd­um skjöl­um. Eng­in tengsl var að finna milli um­ræddr­ar skýrslu og sendi­bréfs Inga R. Helga­son um annað efni, sem lágu sam­an fyr­ir mis­tök. Ekk­ert bend­ir til þess að Ingi R. Helga­son hafi tengst um­ræddri skýrslu. Skjalið hef­ur nú verið tekið úr birt­ingu á vef safns­ins. Fyr­ir hönd Borg­ar­skjala­safns Reykja­vík­ur vil ég biðja Álf­heiði Inga­dótt­ur og aðra sem málið varðar marg­fald­lega af­sök­un­ar og harma þessi mis­tök. 

Svan­hild­ur Boga­dótt­ir borg­ar­skjala­vörður“

Grein Álfheiðar birtist í Fréttablaðinu í dag.
Grein Álf­heiðar birt­ist í Frétta­blaðinu í dag.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert