„Það hafa borist nokkuð margar fyrirspurnir og nokkrar umsóknir nú þegar verið sendar inn.“
Þetta segir Elín Ólafsdóttir um Thorvaldsenstræti 2 við Austurvöll, sem áður hýsti meðal annars Nasa, en hún gegnir stöðu framkvæmdastjóra eignarhaldsfélags fasteignarinnar. Skilafrestur umsókna um starfsemi í húsnæðinu rennur út í dag.
„Það er verið að tala um leigu með von um langtímaleigusamband,“ segir hún en um er að ræða rúmlega þúsund fermetra fasteign. Hún kveður það trúnaðarmál hvaða tillögur að starfsemi í húsnæðinu hafi borist.