Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, telur tækifæri vera til þess hjá mörgum sveitarfélögum að lækka útsvar og liðka þannig fyrir gerð kjarasamninga á vinnumarkaði.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir hann ríkið þó hafa víðtækari möguleika til þess með fjölbreyttari skattstofna heldur en sveitarfélögin.
Í grein sinni í Morgunblaðinu sl. miðvikudag benti Óli Björn Kárason, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, á að tekjur sveitarfélaganna af útsvari væru um þriðjungi hærri en tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti. Sagði Óli Björn aðila vinnumarkaðarins samstiga um að gera ýmsar kröfur á ríkissjóð, til að liðka fyrir kjarasamningum, á meðan sveitarfélögin fengju að mestu frítt spil.