MMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina, stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, á tímabilinu 9. til 14. janúar 2015. Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 34,8% en mældist 37,3% í síðustu mælingu (sem lauk þann 16. desember s.l.) og 36,4% í nóvember s.l. (lauk 25. nóvember).
Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 27,3%, borið saman við 29,4% í síðustu könnun (lauk 16. desember s.l.). Fylgi Bjartrar framtíðar mældist nú 16,9%, borið saman við 16,2% í síðustu könnun. Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 15,9%, borið saman við 16,1% í síðustu könnun. Fylgi Pírata mældist nú 12,8%, borið saman við 11,4% í síðustu könnun. Fylgi Vinstri-grænna mældist nú 11,9%, borið saman við 10,4% í síðustu könnun. Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 9,4%, borið saman við 11,0% í síðustu könnun. Fylgi annarra flokka mældist undir 2%.
Upplýsingar um framkvæmd:
Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR.
Álitsgjafar MMR eru valdir úr Þjóðskrá þannig að þeir endurspegli lýðfræðilega samsetningu þjóðarinnar á hverjum tíma.
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 993 einstaklingar, 18 ára og eldri
Dagsetning framkvæmdar: 9. til 14. janúar 2015