Fleiri telja framtíðina vonlausa

Fleiri stúlkur en áður telja framtíðina án vonar.
Fleiri stúlkur en áður telja framtíðina án vonar. mbl.is/Árni Sæberg

Tólf pró­sent stúlkna í 9. og 10. bekk grunn­skóla á lands­byggðinni töldu í fyrra að framtíðin væri von­laus og hef­ur hlut­fallið farið hækk­andi á und­an­förn­um árum. Sömu sögu má sjá hjá stúlk­um í sömu bekkj­um grunn­skóla á höfuðborg­ar­svæðinu en í fyrra töldu tíu pró­sent þeirra að framtíðin væri án von­ar.

Þetta kem­ur fram í skýrsl­unni Ungt fólk 2014 en í henni eru niður­stöður rann­sókn­ar meðal nem­enda í 8., 9. og 10. bekk grunn­skóla á Íslandi árið 2014 með sam­an­b­urði við árin 2000, 2006, 2009 og 2012. Gagna­söfn­un fór fram með spurn­ingalista­könn­un í fe­brú­ar­mánuði 2014.

Þegar aðeins er litið til svara við spurn­ingu um það hvort viðkom­andi hafi síðustu 7 daga upp­lifað líðan sína þannig að framtíðin sé von­laus kem­ur ým­is­legt at­hygl­is­vert í ljós.

  • 4% stúlkna í 9. og 10. bekk grunn­skóla á höfuðborg­ar­svæðinu töldu framtíðina von­lausa árið 2009. Þetta hlut­fall hækkaði upp í 6,5% árið 2012 og í fyrra var það komið upp í 9,8%.
  • 5% stúlkna í 9. og 10. bekk grunn­skóla á lands­byggðinni töldu framtíðina von­lausa árið 2009. Þetta hlut­fall hækkaði upp í 7.2% árið 2012 og var 11,9% í fyrra.

Allt önn­ur saga blas­ir við þegar hlut­fall drengja er skoðað og virðist sem þeir líti framtíðina mun bjart­ari aug­um en stúlk­urn­ar, sér í lagi á lands­byggðinni.

  • 2,9% stráka í 9. og 10. bekk grunn­skóla á höfuðborg­ar­svæðinu töldu framtíðina von­lausa árið 2009. Þetta hlut­fall hækkaði upp í 3,4% árið 2012 og í fyrra stóð það í 4,4%.
  • 3,7% stráka í 9. og 10. bekk grunn­skóla á lands­byggðinni töldu framtíðina von­lausa árið 2009 og hækkaði hlut­fallið upp í 4,1% árið 2012. Hins veg­ar lækkaði það aft­ur í fyrra þegar 3,9% drengja töldu framtíðina án von­ar.

Þegar skoðað er hlut­fall stúlkna sem orðið hafa niður­dregn­ar eða einmana síðustu 7 daga sést að hlut­fall þeirra hef­ur jafn­framt hækkað, bæði á höfuðborg­ar­svæðinu og lands­byggðinni, og er hlut­fallið mun hærra en hjá drengj­un­um.

  • 14,4% stúlkna á höfuðborg­ar­svæðinu sögðust hafa orðið einmana í fyrra og 14,7% niður­dregn­ar. Að sama skapi sögðust 5% stráka á höfuðborg­ar­svæðinu hafa orðið einmana og 4,5% niður­dregn­ir.
  • 16,9% stúlkna á lands­byggðinni sögðust hafa orðið einmana í fyrra og 16% niður­dregn­ar. Að sama skapi sögðust 5,7% stráka á lands­byggðinni hafa orðið einmana og 4,4% niður­dregn­ir.

Stríðni í gegn­um net og síma

Nem­end­ur voru einnig, meðal ann­ars, spurðir út í það hvort þeir hefðu orðið fyr­ir einelti eða of­beldi gegn­um net­miðla. Niður­stöður sýna að tæp 10% nem­enda í 8., 9. og 10. bekk á höfuðborg­ar­svæðinu segj­ast hafa fengið and­styggi­leg eða sær­andi skila­boð frá ein­stak­lingi eða hópi á net­inu 3 sinn­um eða oft­ar og tæp 11% nem­enda á lands­byggðinni.

Þegar kom að því svara hvort þeir hefðu sent and­styggi­leg eða sær­andi skila­boð til ein­stak­lings eða hóps á net­inu sögðust 3,1% nem­enda á höfuðborg­ar­svæðinu hafa gert það þris­var sinn­um eða oft­ar og 3,5% nem­enda á lands­byggðinni. Tölu­vert fleiri viður­kenndu að hafa sent slík skila­boð einu sinni eða tvisvar, 10,6% nem­enda á höfuðborg­ar­svæðinu og 11,7% nem­enda á lands­byggðinni.

Þetta hlut­fall lækkaði mikið þegar nem­end­ur voru spurðir að því hvort þeir hefðu sent and­styggi­leg eða sær­andi skila­boð í gegn­um farsíma sinna, þ.e. þá ekki gegn­um netið.

Þá sögðust 8% nem­enda hafa orðið fyr­ir lík­am­legu of­beldi síðastliðna 12 mánuði og 7% nem­enda sögðust hafa beitt lík­am­legu of­beldi síðastliðna 12 mánuði.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert