Trú sem talar til fólks í dag

00:00
00:00

Sögu­leg­ur viðburður mun eiga sér stað á næsta ári þegar fyrsta höfuðhof Ása­trú­ar­manna í þúsund ár mun rísa í Öskju­hlíðinni. Fram­kvæmd­ir á hof­inu hefjast í mars og áætlað er að það verði til­búið síðla sum­ars  2016. 

Ása­trú­ar­fé­lagið sótti upp­runa­lega um að fá að byggja það í Elliðaár­dal en þá kom fyrr­um borg­ar­stjóri Ingi­björg Sól­run Gísla­dótti­ir með þá hug­mynd að Ása­trú­ar­fé­lagið yrði staðsett í Öskju­hlíðinni til þess að tengja það við Há­skóla­sam­fé­lagið og aka­demíska vinnu þar.  Að sögn Hilm­ars Arn­ar Hilm­ars­son­ar alls­herj­argoða sam­ræmd­ist það hugs­un fé­laga en varðveit­ing á ís­lensk­um menn­ing­ar­arfi er þeim mjög hug­leik­in.

Bygg­ing hofs­ins er al­farið kostuð af Ása­trú­ar­fé­lag­inu sem hef­ur safnað fyr­ir bygg­ingu þess í fjöl­mörg ár. Áætlaður kostnaður er 130 millj­ón­ir og hef­ur fé­lagið enga styrki fengið til bygg­ing­ar­inn­ar utan þess að fá lóðinni í Öskju­hlíð út­hlutað frá Reykja­vík­ur­borg. 

Hönn­un hofs­ins not­ast við heil­ög hlut­föll og gull­insnið

Hofið verður staðsett í fall­leg­um trjálundi í námunda við Hangaklett og Hrafna­björg og það er hannað af Magnúsi Jens­syni arki­tekt.  Bygg­ing­in er byggð i kring­um  sól­ar­gang­inn, og þar koma inn töl­urn­ar 9 og 432,000 en sú tala er heil­ög í Ása­trú og einnig í Hind­úa­trú en Hlm­ar Örn seg­ir þessi tvö trú­ar­brögð ná­skyld. Einnig er not­ast við heil­ög hlut­föll og gull­insnið, hlut­föll sem eru oft­ast notuð í bygg­ingu heil­agra bygg­inga í heim­in­um.

Hofið sjálft verður hvelf­ing, að hluta niðurgraf­in, um 350 fer­metr­ar og mun rúma um 250 manns. Eld­ur mun loga glatt Í hvelf­ing­unni og hljómb­urður þar verður góður fyr­ir tón­leika­hald.

Ása­trú bygg­ir á tákn­fræði

Blót og ýms­ar helgi­at­hafn­ar eins og hjóna­vígsl­ur, nafn­gift­ir og jarðarfar­ir munu fara fram í hof­inu sem mun skipta sköp­um fyr­ir fé­laga Ása­trú­ar­fé­lags­ins en hingað til hef­ur starf­sem­in verið hýst í Síðumúla. Um 2,400 meðlim­ir eru í Ása­trú­ar­fé­lag­inu en áhugi fyr­ir starf­semi þess hef­ur auk­ist á und­an­förn­um árum.

Hilm­ar Örn seg­ir Ása­trú vera umb­urðarlynda trú sem bygg­ir á tákn­fræði og tali jafn­mikið til fólks í dag og hún gerði fyr­ir þúsund árum. Helstu gildi Ása­trú­ar­inn­ar eins og hún er iðkuð í dag eru ábyrgð ein­stak­lings­ins á sjálf­um sér, á orðum sín­um og gjörðum. Heiðarleiki, dreng­skap­ur og virðing fyr­ir jörðinni og nátt­úr­unni eru einnig mik­il­væg­ir þætt­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka