Öllum átta sviðsstjórum Reykjanesbæjar verður sagt upp störfum í tengslum við breytingar á stjórnskipulagi bæjarins sem samþykkt var á bæjarstjórnarfundi í gær. Tvö af núverandi sviðum, þ.e. Íþrótta- og tómstundasvið og Menningarsvið, verða lögð niður en verkefni þeirra flutt annað.
Að sögn Kjartans Más Kjartanssonar, bæjarstjóra í Reykjanesbæ verða stöður sviðsstjóra auglýstar. Samkvæmt nýja skipuritinu verða fimm svið í stað átta áðuar. Auk þess að leggja niður Íþrótta- og tómstundasvið og Menningarsvið verður Reykjaneshöfn rekin sem sérstök deild, eða B-hluta stofnun, í stað sviðs.