Rífur boli og trjágreinar á mettíma

Kurlarinn framleiðir betri og jafnari flísar,
Kurlarinn framleiðir betri og jafnari flísar, Ljósmynd/Pétur Halldórsson

Skóg­rækt rík­is­ins, Héraðs og Aust­ur­lands­skóg­ar, Búnaðarfé­lag Fljóts­dals­hrepps og Fé­lag skóg­ar­bænda á Aust­ur­landi hafa fest kaup á nýrri og öfl­ugri vél til að kurla trjávið og hef­ur hún verið tek­in í gagn á Hall­ormsstað.

Í fyrstu kurlun tók vél­ina ein­ung­is hálf­tíma að fylla einn gám af kurli, verk sem áður tók þrjá klukku­tíma. Er því vél­in um sex sinn­um fljót­ari að kurla trjávið en sú gamla, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Þór Þorfinns­son, skóg­ar­vörður á Hall­ormsstað, seg­ir á vefsíðu Skóg­rækt­ar rík­is­ins að nýi kurlar­inn fram­leiði líka mun betra og jafn­ara kurl. Eng­ir lang­ir kvist­ir eða flís­ar séu leng­ur í kurl­inu og því verði mun þægi­legra að nota það.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert