Rífur boli og trjágreinar á mettíma

Kurlarinn framleiðir betri og jafnari flísar,
Kurlarinn framleiðir betri og jafnari flísar, Ljósmynd/Pétur Halldórsson

Skógrækt ríkisins, Héraðs og Austurlandsskógar, Búnaðarfélag Fljótsdalshrepps og Félag skógarbænda á Austurlandi hafa fest kaup á nýrri og öflugri vél til að kurla trjávið og hefur hún verið tekin í gagn á Hallormsstað.

Í fyrstu kurlun tók vélina einungis hálftíma að fylla einn gám af kurli, verk sem áður tók þrjá klukkutíma. Er því vélin um sex sinnum fljótari að kurla trjávið en sú gamla, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Þór Þorfinnsson, skógarvörður á Hallormsstað, segir á vefsíðu Skógræktar ríkisins að nýi kurlarinn framleiði líka mun betra og jafnara kurl. Engir langir kvistir eða flísar séu lengur í kurlinu og því verði mun þægilegra að nota það.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert