Hátt í 200 samningar lausir í ár

Setið á samningafundi hjá ríkissáttasemjara.
Setið á samningafundi hjá ríkissáttasemjara. mbl.is/Golli

Á þessu ári verða hátt í 200 kjara­samn­ing­ar laus­ir á vinnu­markaðnum, flest­ir í lok fe­brú­ar og síðan apríl. Það stefn­ir því í mikið ann­ríki hjá sátta­semj­ara í Karp­hús­inu.

Lítið sátta­hljóð er í viðsemj­end­um og fari allt á versta veg í kjaraviðræðum gætu fyrstu verk­föll skollið á um miðjan mars­mánuð, miðað við gild­andi viðræðuáætlan­ir.

Í frétta­skýr­ingu um kjara­mál­in í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Friðbert Trausta­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka starfs­manna fjár­mála­fyr­ir­tækja, að áhugi sé fyr­ir hendi á að semja um styttri vinnu­viku í kom­andi viðræðum. Vel komi til greina að krefjast þess að hver vinnu­dag­ur banka­manna verði stytt­ur um hálf­tíma.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert