Hátt í 200 samningar lausir í ár

Setið á samningafundi hjá ríkissáttasemjara.
Setið á samningafundi hjá ríkissáttasemjara. mbl.is/Golli

Á þessu ári verða hátt í 200 kjarasamningar lausir á vinnumarkaðnum, flestir í lok febrúar og síðan apríl. Það stefnir því í mikið annríki hjá sáttasemjara í Karphúsinu.

Lítið sáttahljóð er í viðsemjendum og fari allt á versta veg í kjaraviðræðum gætu fyrstu verkföll skollið á um miðjan marsmánuð, miðað við gildandi viðræðuáætlanir.

Í fréttaskýringu um kjaramálin í Morgunblaðinu í dag segir Friðbert Traustason, framkvæmdastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, að áhugi sé fyrir hendi á að semja um styttri vinnuviku í komandi viðræðum. Vel komi til greina að krefjast þess að hver vinnudagur bankamanna verði styttur um hálftíma.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert