Meiri gasmengun en frá allri Evrópu

Eldgosið í Holuhrauni.
Eldgosið í Holuhrauni. mbl.is/RAX

Frá því að eldgosið hófst í Holuhrauni fyrir bráðum fimm mánuðum hefur það losað 8,3 milljónir tonna af brennisteinsdíoxíði, sem gerir að jafnaði 50 til 60 þúsund tonn á dag.

Til samanburðar er losun efnisins í ríkjum Evrópu um 14 þúsund tonn á dag og 40 þúsund í Bandaríkjunum.

Gasmengunin frá Holuhrauni er sú mesta síðan í Skaftáreldum 1783. Þá var reyndar mun meiri losun á brennisteinsdíoxíði, eða um 100 milljónir tonna á átta mánuðum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert