Meiri gasmengun en frá allri Evrópu

Eldgosið í Holuhrauni.
Eldgosið í Holuhrauni. mbl.is/RAX

Frá því að eld­gosið hófst í Holu­hrauni fyr­ir bráðum fimm mánuðum hef­ur það losað 8,3 millj­ón­ir tonna af brenni­steins­díoxíði, sem ger­ir að jafnaði 50 til 60 þúsund tonn á dag.

Til sam­an­b­urðar er los­un efn­is­ins í ríkj­um Evr­ópu um 14 þúsund tonn á dag og 40 þúsund í Banda­ríkj­un­um.

Gasmeng­un­in frá Holu­hrauni er sú mesta síðan í Skaft­áreld­um 1783. Þá var reynd­ar mun meiri los­un á brenni­steins­díoxíði, eða um 100 millj­ón­ir tonna á átta mánuðum, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka