Hækkuðu húsaleigu hjá níræðum manni um 40%

Fjárfestarnir stórhækkuðu húsaleigu gamla mannsins.
Fjárfestarnir stórhækkuðu húsaleigu gamla mannsins. mbl.is/Sigurður Bogi

Níræður maður í Reykjavík á erfitt með framfærslu eftir að nýir leigusalar hækkuðu húsaleiguna um 40%.

Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Félags eldri borgara, segir fjárfesta hafa keypt umrætt leiguhúsnæði og síðan hækkað leiguna hjá gamla manninum um 40 þúsund á mánuði. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kveðst hún að öðru leyti bundin trúnaði um málsatvik.

Að sögn Þórunnar veldur há húsaleiga því að margt gamalt fólk á höfuðborgarsvæðinu þarf að velta hverri krónu. Það megi ekkert út af bregða til að það eigi ekki fyrir brýnustu nauðsynjum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert