Skoða aðkomu að Helguvík

Helguvík.
Helguvík. Ljósmynd/Reykjanesbær

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra er með það til skoðunar í iðnaðarráðuneytinu að láta semja lagafrumvarp, sem muni m.a. að vissu marki grynnka á skuldum Helguvíkurhafnar, með ákveðinni aðkomu hins opinbera að uppbyggingunni í Helguvík.

Samkvæmt sömu heimildum er þar horft til þess stuðnings sem ákveðinn var vegna uppbyggingarinnar á Bakka við Húsavík, sem var rúmir tveir milljarðar króna, sem ætlaður var í vega- og hafnarframkvæmdir o.fl.

Samkvæmt heimildum eru forsvarsmenn Reykjanesbæjar hóflega bjartsýnir, hvað varðar innihald frumvarpsins, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert