Vill Hannes í 2-3 ára fangelsi

Hannes Smárason í Héraðsdómi Reykjavíkur,
Hannes Smárason í Héraðsdómi Reykjavíkur, mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Sér­stak­ur sak­sókn­ari tel­ur hæfi­legt að Hann­es Smára­son verði dæmd­ur í 2-3 ára fang­elsi fyr­ir fjár­drátt í svo­kölluðu Sterl­ing-máli en mál­flutn­ing­ur í mál­inu fer fram í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í dag. Hann­es er ákærður fyr­ir að hafa án heim­ild­ar stjórn­enda FL Group látið milli­færa fjár­muni sem námu 2,87 millj­örðum króna af reikn­ingi fé­lags­ins í Kaupþing Lúx­emburg á reikn­ing eign­ar­halds­fé­lags­ins Fons 25. apríl 2005. Hann­es var þá starf­andi stjórn­ar­formaður FL Group.

Finn­ur Þór Vil­hjálms­son sak­sókn­ari sagði Hann­esi það til refsi­lækk­un­ar að mati ákæru­valds­ins að FL Group hafi ekki beðið fjár­tjón þar sem fjár­mun­irn­ir hafi að lok­um skilað sér til baka og að hann hafi þannig ekki hagn­ast á mál­inu. Hins veg­ar hefði fal­ist í því veru­leg fjár­tjór­ná­hætta fyr­ir fé­lagið. Þá væri sannað að mati ákæru­valds­ins að Hann­es hefði með ólög­mæt­um hætti ráðstafað um­rædd­um fjár­mun­um í heim­ild­ar­leysi og enn­frem­ur haldið upp­lýs­ing­um um þá ráðstöf­un leyndri fyr­ir stjórn­end­um og starfs­mönn­um fé­lags­ins.

Málið væri hins veg­ar nær for­dæma­laust. Nefndi Finn­ur þó mál þar sem banka­starfsmaður hefði verið dæmd­ur í 18 mánaða fang­elsi óskil­orðsbundið fyr­ir hliðstæðar sak­ir. Þar hafi um­rædd fé einnig skilað sér til baka að lok­um. Hugs­an­lega væri rétt að skil­orðsbinda þá refs­ingu sem sak­sókn­ari teldi viðeig­andi, 2-3 ára fang­elsi, að hluta en þó ekki meira en að helm­ingi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert