Leiguverðið rýkur upp

Leigumiðlari segir kynslóð ungs fólks búa lengur í foreldrahúsum vegna …
Leigumiðlari segir kynslóð ungs fólks búa lengur í foreldrahúsum vegna skorts á leiguhúsnæðí. mbl.is/Ómar Óskarsson

Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um tugi prósenta á síðustu fjórum árum eða langt umfram verðlagsþróun á tímabilinu.

Þannig hefur vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 40% síðan í ársbyrjun 2011 en vísitala neysluverðs um 16%, að því er fram kemur í umfjöllun um leigumarkaðinn í Morgunblaðinu í dag.

Athygli vekur að síðastliðna 12 mánuði hefur vísitala leiguverðs hækkað um 7,5%. Til samanburðar er 12 mánaða verðbólga nú 0,8%. Jóhann Már Sigurbjörnsson, formaður Samtaka leigjenda á Íslandi, segir mikinn skort á leiguhúsnæði. Leigufélög hafi gengið á lagið og hækkað leiguverðið milli ára.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert