Fyrsti „ástarlásinn“ í Hallgrímskirkju?

Michaela og Will voru í Hallgrímskirkju 2015. Til hamingju Michaela …
Michaela og Will voru í Hallgrímskirkju 2015. Til hamingju Michaela og Will. Ljósmynd/Pálmi Guðmundsson

Svo virðist sem fyrsti „ástarlásinn“ hafi skotið upp kollinum í Hallgrímskirkju, allavega svo blaðamenn mbl.is viti til.

Ástarlásar eru, að mati borgaryfirvalda víða um heim, hvimleiður siður elskenda sem hafa þörf fyrir að tjá ást sína opinberlega með því að hengja hengilása víðsvegar um borgir, oftar en ekki með nöfnum elskendanna grafin í lásinn. Eins og sjá má á myndinni hafa Michaela og Will sýnilega verið í Hallgrímskirkjuturni árið 2015.

Þekktasta dæmið um þetta er sennilega ástarbrúin svonefnda í París, en hluti handriðs brúarinnar hrundi undan þunga lásanna í sumar. Af þessum sökum hafa borgaryfirvöld víða gripið til þess ráðs að fjarlægja mörg hundruð kíló af lásum, sýniþurfandi elskendum sennilega til mikils ama.

Yfirvöld í París hafa gripið til þess ráðs, í baráttu sinni við lásana hvimleiðu, að hvetja fólk til að taka frekar sjálfur (e. selfies) heldur en að hengja hengilása á mannvirki borgarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert