„Við félagarnir vorum að ræða saman að það væri eiginlega best að hafa Ólaf Ragnar áfram forseta, það væri hagkvæmasta og ódýrasta lausnin fyrir þjóðina. Hann er búinn að standa sig mjög vel og er bara eins og gott vín sem verður betra með aldrinum,“ segir Guðmundur Fraklín Jónsson, sem stofnaði í morgun Facebooksíðu þar sem hann skorar á Ólaf Ragnar að bjóða sig fram til forseta í sjötta sinn.
„Þá stakk ég upp á að ég byggi kannski til svona áskorunarsíðu. Ég bjóst ekki við svona miklum látum, en síminn hefur ekki stoppað,“ sagði Guðmundur Franklín þegar blaðamaður náði tali af honum.
„Að öllum öðrum ólöstuðum þá held ég að hann sé ágætis kostur. Hann kemur vel fyrir og er með þetta allt á hreinu. Það er engin ástæða til að skipta bara til að skipta. Tími Jóns Gnarr mun koma, en hann er ekki kominn, ég held ekki. Ég held við séum ekki alveg tilbúin í það,“ segir Guðmundur Fraklín.