Skortir tækifæri á Íslandi

Hagfræðingur segir skort á sérfræðistörfum skýra straum Íslendinga úr landi.
Hagfræðingur segir skort á sérfræðistörfum skýra straum Íslendinga úr landi. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Straumur íslenskra ríkisborgara úr landi á öldinni er vísbending um skort á störfum fyrir háskólamenntað fólk á íslenskum vinnumarkaði.

Þetta er mat Ásgeirs Jónssonar, dósents í hagfræði við Háskóla Íslands, en tilefnið er nýjar tölur Hagstofunnar sem sýna að innflytjendur eru að baki nærri helmingi íbúafjölgunar á Íslandi frá aldamótum.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag telur Ásgeir að byggðavandi Íslands hafi breyst úr því að vera brottflutningur úr dreifbýli til höfuðborgarsvæðisins í að vera brottflutningur ungs fólks úr landi. Unga fólkið „sé að mennta sig burt“. Hár húsnæðiskostnaður hafi líka áhrif.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert