Um 30 skjálftar við Bárðarbungu

Skjálftavirkni í Bárðarbungu og kvikuganginum er svipuð og hefur verið. Eldgosið sést yfirleitt ágætlega á vefmyndavélum en hverfur af og til vegna hríðar.

Um 30 skjálftar hafa mælst við Bárðarbungu síðasta sólarhringinn. Þeir stærstu í morgun kl. 08:00 og kl. 08:09, en þeir voru 4,1 og 4 stig.

Innan við tug skjálfta hefur mælst í kvikuganginum og flestir þeirra eru minna en eitt stig að stærð, samkvæmt upplýsingum frá jarðvársviði Veðurstofu Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert