Vildi gjaldeyri á afslætti til fjárfestinga

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. mbl.is/Kristinn

Fyrirtækið Promens vildi kaupa gjaldeyri á afslætti til þess að nota til fjárfestinga erlendis og vildi undanþágur frá gjaldeyrishöftunum vegna þess. Þetta kom fram í máli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á Alþingi í dag í svari við fyrirspurn frá Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar. Ráðherann sagðist hafa rætt við Má Guðmundsson seðlabankastjóra í morgun um stöðu fyrirtækisins sem var nýverið selt til erlendra aðila.

Árni Páll sagði þekkingarfyrirtæki í vaxandi mæli ekki geta starfað lengur á Íslandi vegna gjaldeyrishaftanna og lýsti áhyggjum af því. Nefndi hann Promens sem dæmi. Sigmundur Davíð sagði ástæðuna fyrir flutningi höfuðstöðva fyrirtækisins úr landi einfaldlega tengjast þeirri ákvörðun að selja það úr landi. Starfsemi þess hér á landi yrði áfram óbreytt að öðru leyti. Hins vegar væri það ekki hlutverk opinberra aðila að niðurgreiða fjárfestingar einkafyrirtækja erlendis. Promens hefði getað tekið lán til þess að fjárfesta erlendis en ekki kosið að fara þá leið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert