Nemendur megi þiggja gjafir

Ef til vill munu þessi börn fá tannbursta eða Nýja …
Ef til vill munu þessi börn fá tannbursta eða Nýja testamenti í skólanum, nái tillaga Sjálfstæðisflokksins fram að ganga. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja að fyrirtækjum, félagasamtökum og stofnunum sé heimilt að gefa gjafir til skólasbarna svo lengi sem gjöfin hafi fræðslu-, forvarnar, eða öryggisgildi.

Tillagan var lögð fram á fundi borgarstjórnar í dag en í henni segir einnig að skólastjórn hvers skóla skuli skera úr í málum þar sem vafi leikur á um tilgang gjafarinnar. 

Mikið hefur verið rætt þessar gjafir að undanförnu, eða öllu heldur gjafirnar sem mátti ekki gefa. Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, talaði fyrir tillögunni á borgarstjórnarfundi í dag.

„Ég tel að það eigi vel að vera hægt að finna meðalhóf þar sem þær gjafir sem koma börnum vel séu látnar hafa meira vægi en sú markaðshyggja sem á að reyna að koma í veg fyrir. Ég tel að forvarnarfræðsla um tannhirðu, öryggi barna á hjólunum sínum og skemmtileg fræðsla um sólmyrkva eigi að hafa forgang umfram það að þessum gjöfum fylgi einhverjar merkingar,“ sagði Hildur. 

Allir borgarfulltrúar samþykktu að vísa tillögunni til skóla- og frístundarráðs til frekari umfjöllunar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert