Eldgosið í Holuhrauni hefur staðið í rúmlega fimm mánuði, enn er mikið hraunflæði í Holuhrauni og sighraði öskju Bárðarbungu verulegur. Mikil jarðskjálftavirkni er enn í Bárðarbungu. Vinna við nýtt hættumat fyrir gossvæðið stendur nú yfir. Reiknað er með því að henni ljúki í næstu viku.
Þetta kom fram á fundi vísindamannaráðs almannavarna sem fór fram í morgun.
Frá síðasta fundi vísindamannaráðs, sem fram fór sl. föstudag, hafa fimm skjálftar mælast sem eru á bilinu 4 til 4,6 að stærð.
Rúmlega tíu skjálftar mældust á milli 3,0-3,9 á tímabilinu. Alls hafa mælst tæplega 130 skjálftar í Bárðarbungu frá því á föstudag, eða á milli 20 og 30 skjálftar á dag. Ekki hefur mælst skjálfti yfir 5 að stærð frá 8. janúar.
Í kvikuganginum hafa mælst um tíu skjálftar á dag frá því á föstudag. Allir skjálftanna eru undir M2,0 að stærð.
GPS mælingar við norðurjaðar Vatnajökuls sýna áframhaldandi hægar færslur í átt að Bárðarbungu.
Á laugardag mældist brennisteinsdíoxíðmengun vera 2300 µg/m³ (míkrógrömm á rúmmetra) á Höfn í Hornafirði.
Í dag má í fyrstu búast við talsverðri gasmengun víða í kringum Holuhraun, en norðaustur og austur af upptökunum síðdegis. Á morgun (miðvikudag) berst mengunin einkum austur af eldstöðvunum.
Þrír möguleikar eru enn taldir líklegastir um framvinduna:
Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.
Litakóði fyrir flug er áfram appelsínugulur fyrir Bárðarbungu.
Næsti fundur Vísindamannaráðs verður föstudaginn 6. febrúar, 2015.