Möguleikum verði ekki spillt

Náttúran á Torfajökulssvæðinu þykir einstæð á heimsmælikvarða. Varað er við …
Náttúran á Torfajökulssvæðinu þykir einstæð á heimsmælikvarða. Varað er við uppbyggingu á nýjum stað í Friðlandi að Fjallabaki. mbl.is/RAX

Mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneytið bend­ir á í bréfi til sveit­ar­fé­lag­anna Rangárþings ytra, Rangárþings eystra og Skaft­ár­hrepps að Torfa­jök­uls­svæðið er á yf­ir­lits­skrá rík­is­stjórn­ar­inn­ar til heims­minja­skrár UNESCO.

Ráðuneytið hvet­ur sveit­ar­fé­lög­in til að taka til­lit til fyr­ir­hugaðrar um­sókn­ar um skrán­ingu svæðis­ins á heims­minja­skrá í vinnu við gerð skipu­lags fyr­ir suður­há­lendið og að ekki verði spillt mögu­leik­um á því að fá slíka um­sókn samþykkta.

Þá hafa verið kynnt­ar fyr­ir­hugaðar breyt­ing­ar á aðstöðu og þjón­ustu í Land­manna­laug­um, sem yrði að mestu flutt á nýtt svæði og byggt yrði upp í Náms­hrauni á stað sem heit­ir Sólvang­ur. Nátt­úru­fræðistofn­un hef­ur gert at­huga­semd­ir við rask sem því myndi fylgja, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert