Borgin í herferð gegn eiturplöntu

Borgin vill tröllahvönn burt.
Borgin vill tröllahvönn burt.

Reykjavíkurborg hyggur nú á herferð gegn tröllahvönn í borgarlandinu, en plantan er ágeng, dreifir sér hratt, er eitruð og hefur verið að færa sig upp á skaftið.

Í fréttaskýring um herferð þessa í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að kortleggja eigi  útbreiðsluna og í framhaldinu útrýma plöntunni og verða staðir þar sem börn eru að leik í forgangi.

Safi plöntunnar inniheldur eitrað efnasamband sem getur valdið sterkum exemviðbrögðum. Berist hann í augu getur það valdið tímabundinni, jafnvel varanlegri blindu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert