Hættir sem framkvæmdastjóri UMFÍ

Sæmundur Runólfsson, fráfarandi framkvæmdastjóri UMFÍ.
Sæmundur Runólfsson, fráfarandi framkvæmdastjóri UMFÍ. Ljósmynd/UMFÍ

Stjórn Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) og framkvæmdastjóri félagsins, Sæmundur Runólfsson, hafa komist að samkomulagi um starfslok. Sæmundur lætur af störfum þann 30. apríl n.k. eftir ríflega 23 ára starf.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá UMFÍ. 

Sæmundur tók til starfa sem framkvæmdastjóri þann 1. janúar árið 1992. Hann hafði áður setið í stjórn UMFÍ 1985-1991 og verið framkvæmdastjóri Landsmóts UMFÍ í Mosfellsbæ árið 1990.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert