Upplifa hræðslu, óöryggi og röskun

Ferðaþjónusta fatlaðra
Ferðaþjónusta fatlaðra mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ferðaþjónusta fatlaðra í Reykjavík hefur verið í brennidepli síðustu vikur og mánuði eftir að kerfi þjónustunnar var breytt. Hafa fjölmargir stigið fram og lýst atvikum þar sem bílar koma of seint, of snemma eða bara alls ekki. Jafnframt hafa venjulegir fólksbílar komið til þess að sækja fólk í hjólastól. Er líka eins og um einhverskonar samskiptaerfiðleika sé að ræða í ákveðnum tilvikum en hafa verið til dæmi um þar sem að fatlaðir einstaklingar hafa ýmist verið skildir eftir eða gleymst í bílum á vegum þjónustunnar. 

Síðast í gær lýsti lögregla eftir átján ára stúlku, Ólöfu Þorbjörgu Pétursdóttur, sem skilaði sér ekki í Hitt Húsið við Pósthússtræti. Ólöf er þroskaskert og var hún ásamt öðrum keyrð í bifreið þjónustunnar frá Fjölbrautarskólanum við Ármúla niður í miðbæ þar sem hún átti að taka þátt í starfi í Hinu húsinu.

Hins veg­ar skilaði hún sér ekki inn í hús­næðið held­ur sat hún í bif­reiðinni þegar henni var ekið af stað aft­ur. Um sjö klukku­stund­um síðar fannst hún í læstri bif­reiðinni, enn spennt í belti.

Hefur málið vakið mikla athygli og spurningar um Ferðaþjónustu fatlaðra sem og vinnureglur Hins Hússins, en leitin hófst ekki fyrr en klukkan 17, þrátt fyrir að Ólöf hafi átt að vera í Hinu húsinu frá klukkan 13 til 16.

Starfsmenn flýja hið sökkvandi skip

Ferðaþjónusta fatlaðra í Reykjavík var stofnuð um áramótin 1979-80 af tilstilli Sjálfsbjargar og Eiríks Ásgeirssyni sem var þáverandi forstjóri Strætisvagna Reykjavíkur. Þetta kemur fram í grein Steindórs Björnssonar bifreiðarstjóra, Minningargrein um Ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík sem birtist í Morgunblaðinu 16. janúar.

Í grein Steindórs kemur fram að vegna skorts á fjármagni til þjónustunnar hefur ekki verið hægt að endurnýja bílakost þjónustunnar síðustu ár. Þar af leiðandi þurfti að semja við verktaka til þess að sjá um stóran hluta akstursins. Í grein sinni gagnrýnir Steindór velferðarsvið Reykjavíkurborgar. 

„Á síðasta ári var tekin sú ákvörðun að leggja Ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík alfarið niður og bjóða út starfsemina í samvinnu við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Það var ekki góð latína hjá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar, sem hafði yfirumsjón með Fþf, að segja upp öllu starfsfólki Fþf og láta það vinna uppsagnarfrestinn sinn. Síðan þá hafa þessir starfsmenn að sjálfsögðu flúið þetta sökkvandi skip. Í dag er enginn starfsmaður eftir í þjónustuveri Strætó Bs sem áður var í þjónustuveri Fþf þannig að það er enginn sem hefur langa reynslu af því að taka niður ferðir. Það er því ekki skrítið að það séu gerð mistök við skráningar og móttöku á ferðum því það þarf kunnáttu og reynslu í þetta eins og allt annað,“ skrifar Steindór í grein sinni. 

Nýtt kerfi, meira gagnsæi og meira samráð

1. nóvember á síðasta ári var sett af stað nýtt tölvukerfi sem átti að skipuleggja akstur Ferðaþjónustu fatlaðra. Síðan þá hafa komið upp fjölmörg dæmi þar sem að notendur þjónustunnar eru ósáttir. Segja margir þeirra að algjört skipulagsleysi ríki og að reglulega myndist hættulegt ástand. 

Í byrjun desember á síðasta ári voru samþykktar nýjar reglur í velferðarráði Reykjavíkurborgar um ferðaþjónustu fatlaðs fólks og gengu þær í gildi 1. janúar.

Í tilkynningu þess efnis kom fram að nýtt um­sjóna­kerfi, meira gagn­sæi og sam­ráð fag- og hags­munaaðila væri meðal þess sem kveðið er á um í nýj­um regl­unum. Kom jafnframt fram að Strætó ehf. myndi sjá áfram um þjónustuna og að fyrirtækið hafi innleitt nýtt umsjónarkerfi til að auðvelda þjónustuna. 

Markmiðið var að auka ferðafrelsi fatlaðs fólks

Þrátt fyrir það eru allir viðmælendur mbl.is sem nota þjónustuna á því máli að nýja kerfið hafi gert þjónustuna mun verri og beinlínis hættulega. Í yfirlýsingu sem rétt­inda­gæslu­menn fatlaðs fólks í Reykja­vík og á Seltjarn­ar­nesi sendu frá sér í janúar kemur fram að fatlað fólk hafi upp­lifað óör­yggi, hræðslu og mikla rösk­un á dag­legu lífi sínu vegna ófull­nægj­andi þjón­ustu Strætó.

Hafa notendur þjónustunnar verið ítrekað beðnir afsökunar, bæði af Strætó og borgaryfirvöldum. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, sagði í fréttabréfi sínu í janúar að markmið endurskipulagningar þjónustunnar hafi verið að auka ferðafrelsi fatlaðs fólks og að það hafi valdið honum miklum vonbrigðum að sjá hvað breytt fyr­ir­komu­lag og tölvu­kerfi hef­ur farið illa af stað.

Efast um að bílstjórar hafi fengið viðeigandi þjálfun

Í nýjum reglum velferðarráðs kemur einnig fram að kröf­um til starfs­manna ferðaþjón­ustunnar verða aukn­ar og þurfa all­ir sem þar starfa að sækja nám­skeið um þjón­ustu við fatlað fólk. 

Jóhanna Pálsdóttir, sem hefur notað þjónustuna síðastliðin 17 ár, efast um að bílstjórar þjónstunnar hafi fengið viðeigandi þjálfun. Þetta kemur í harðorðu bréfi hennar sem hún skrifaði til þeirra sem „klúðruðu ferðaþjón­ustu fatlaðra“, í síðasta mánuði. 

Gaf kerfinu tvær vikur til að sanna sig

sagðist S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs vilja gefa nýja kerfinu tvær vikur til viðbótar til að sanna ágæti sitt.

að bílstjórar ferðaþjónustunnar hafi verið stundvísari í lok janúar en öðrum vikum mánaðarins. K

kom fram að bráðabirgðastjórn hafi verið skipuð yfir Ferðaþjón­ustu fatlaðra með aðkomu full­trúa hags­muna­sam­taka. Á vef RÚV segir að þetta hafi verið ákveðið á fundi þar sem full­trú­ar Strætó hittu borg­ar­stjóra og full­trúa sveit­ar­stjórna sem reka Strætó í morg­un. Með þessu á að bregðast við máli Ólafar, en hún 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert