„Við erum gríðarlega ósátt “

Ólöf Þorbjörg Pétursdóttir þurfti að sitja í 7 klukkustundir í …
Ólöf Þorbjörg Pétursdóttir þurfti að sitja í 7 klukkustundir í bíl ferðaþjónustu fatlaðra í gær. Pétur Gunnarsson

„Ég bara skil ekki hvernig hægt er að rúnta um með barn í bíln­um í nokkr­ar klukku­stund­ir án þess að taka eft­ir því,“ seg­ir Pét­ur Gunn­ars­son, faðir Ólaf­ar Þor­bjarg­ar sem gleymd­ist í bíl ferðaþjón­ustu fatlaðra í gær. Hann seg­ir fjöl­skyld­una sára yfir að farið sé með ósann­indi í fjöl­miðlum og vís­ar til yf­ir­lýs­inga frá því í gær og viðtals við bíl­stjór­ann á dv.is í dag.

„Við erum gríðarlega ósátt og sjá­um ekki mun­inn á því að hún hafi þurft að húka aft­an í bíln­um á ein­hverju verk­stæði eða á bíla­stæði og hann skaut­ar al­veg hjá því að tala um þenn­an tíma frá klukk­an 13-17 þar sem hann keyrði um bæ­inn með barnið í bíln­um,“ seg­ir Pét­ur. 

Viðbrögð fólks sem eigi börn eða skyld­menni sem þurfa að nýta sér þjón­ust­una seg­ir hann hafa verið sterk. „Þetta fólk er líka í sjokki og hef­ur eðli­lega sett sig í þau spor að þetta gæti líka komið fyr­ir börn­in þeirra," seg­ir Pét­ur en hann seg­ist yf­ir­leitt tala um börn í þessu sam­hengi þó flest­ir sem nýti sér þjón­ust­una séu lík­lega komn­ir á full­orðins­ald­ur. Um leið og frétt­ir bár­ust af því að Lóu væri saknað var fólk farið út að aðstoða við leit­ina, jafn­vel sem þekk­ir hana varla að sögn Pét­urs sem seg­ir það sýna vel þann hug sem fólk hafi sýnt þeim. Einnig hafi viðbrögð lög­reglu og björg­un­ar­sveit­anna verið til fyr­ir­mynd­ar og vilja þau hjón þakka öllu þessu fólki ómet­an­lega aðstoð og stuðning. 

Hæst­ánægð með skip­un Stef­áns

Í dag var til­kynnt um að skipuð hefði verið neyðar­stjórn­ yfir ferðaþjón­ustu fatlaðra und­ir stjórn Stef­áns Ei­ríks­son­ar, sviðsstjóra vel­ferðarsviðsmeð aðild full­trúa Öryrkja­banda­lags­ins, Sjálfs­bjarg­ar og Þroska­hjálp­ar. Pét­ur seg­ir að fjöl­skyld­an sé hæst­ánægð með að Stefán fari með málið og að nú kom­ist það í rétt­an far­veg.

Hann seg­ir aug­ljóst að ábyrgðin vegna at­viks­ins liggi þó fyrst og fremst hjá yf­ir­stjórn ferðaþjón­ustu fatlaðra: borg­inni og Strætó. Hann seg­ir að Dag­ur B. Eggerts­son, borg­ar­stjóri ásamt þeim Smára Ólafs­syni, sviðsstjóra akst­ursþjón­ustu Strætó og Jó­hann­es Rún­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Strætó hafi haft sam­band við sig í dag til að biðjast af­sök­un­ar á at­vik­inu.

Pétur Gunnarsson faðir Lóu segir hana vera að jafna sig …
Pét­ur Gunn­ars­son faðir Lóu seg­ir hana vera að jafna sig eft­ir at­b­urði gær­dags­ins. Aðsend
Pétur segir að fólk sem þekki varla Lóu hafi verið …
Pét­ur seg­ir að fólk sem þekki varla Lóu hafi verið farið út að leita í gær­kvöldi. Pét­ur Gunn­ars­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert