„Við erum gríðarlega ósátt “

Ólöf Þorbjörg Pétursdóttir þurfti að sitja í 7 klukkustundir í …
Ólöf Þorbjörg Pétursdóttir þurfti að sitja í 7 klukkustundir í bíl ferðaþjónustu fatlaðra í gær. Pétur Gunnarsson

„Ég bara skil ekki hvernig hægt er að rúnta um með barn í bílnum í nokkrar klukkustundir án þess að taka eftir því,“ segir Pétur Gunnarsson, faðir Ólafar Þorbjargar sem gleymdist í bíl ferðaþjónustu fatlaðra í gær. Hann segir fjölskylduna sára yfir að farið sé með ósannindi í fjölmiðlum og vísar til yfirlýsinga frá því í gær og viðtals við bílstjórann á dv.is í dag.

„Við erum gríðarlega ósátt og sjáum ekki muninn á því að hún hafi þurft að húka aftan í bílnum á einhverju verkstæði eða á bílastæði og hann skautar alveg hjá því að tala um þennan tíma frá klukkan 13-17 þar sem hann keyrði um bæinn með barnið í bílnum,“ segir Pétur. 

Viðbrögð fólks sem eigi börn eða skyldmenni sem þurfa að nýta sér þjónustuna segir hann hafa verið sterk. „Þetta fólk er líka í sjokki og hefur eðlilega sett sig í þau spor að þetta gæti líka komið fyrir börnin þeirra," segir Pétur en hann segist yfirleitt tala um börn í þessu samhengi þó flestir sem nýti sér þjónustuna séu líklega komnir á fullorðinsaldur. Um leið og fréttir bárust af því að Lóu væri saknað var fólk farið út að aðstoða við leitina, jafnvel sem þekkir hana varla að sögn Péturs sem segir það sýna vel þann hug sem fólk hafi sýnt þeim. Einnig hafi viðbrögð lögreglu og björgunarsveitanna verið til fyrirmyndar og vilja þau hjón þakka öllu þessu fólki ómetanlega aðstoð og stuðning. 

Hæstánægð með skipun Stefáns

Í dag var tilkynnt um að skipuð hefði verið neyðar­stjórn­ yfir ferðaþjón­ustu fatlaðra und­ir stjórn Stef­áns Ei­ríks­son­ar, sviðsstjóra vel­ferðarsviðsmeð aðild full­trúa Öryrkja­banda­lags­ins, Sjálfs­bjarg­ar og Þroska­hjálp­ar. Pétur segir að fjölskyldan sé hæstánægð með að Stefán fari með málið og að nú komist það í réttan farveg.

Hann segir augljóst að ábyrgðin vegna atviksins liggi þó fyrst og fremst hjá yfirstjórn ferðaþjónustu fatlaðra: borginni og Strætó. Hann segir að Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri ásamt þeim Smára Ólafssyni, sviðsstjóra akstursþjónustu Strætó og Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó hafi haft samband við sig í dag til að biðjast afsökunar á atvikinu.

Pétur Gunnarsson faðir Lóu segir hana vera að jafna sig …
Pétur Gunnarsson faðir Lóu segir hana vera að jafna sig eftir atburði gærdagsins. Aðsend
Pétur segir að fólk sem þekki varla Lóu hafi verið …
Pétur segir að fólk sem þekki varla Lóu hafi verið farið út að leita í gærkvöldi. Pétur Gunnarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert