Brýnt að byggja aðra línu sem fyrst

Fyrirhuguð Suðurnesjalína 2 á að liggja á milli Hafnarfjarðar og …
Fyrirhuguð Suðurnesjalína 2 á að liggja á milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar. Morgunblaðið/Kristinn

Upplýsingagjöf til almennings og fjölmiðla í dag þegar straumlaust varð á öllum Suðurnesjum var bæði í höndum HS veita og Landsnets. Straumlaust var frá 13.06 í dag en tilkynning barst ekki til fjölmiðla fyrr en tæpri klukkustund síðar.

Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, segir í samtali við mbl.is að upplýsingagjöf til almennings og fjölmiðla sé samvinnuverkefni í tilviki sem þessu. „Hvað okkur varðar hefði verið betra að senda tilkynningu fyrr,“ segir Guðmundur Ingi.

Áður en fréttatilkynning var send út var búið að setja upplýsingar um atburðarrás málsins á vef Landsnets en það eru aðallega tilkynningar frá stjórnstöð sem ætlaðar eru fagaðilum.

Framkvæmdirnar hafa verið strand lengi

Bárujárnsplata fauk á Suðurnesjalínu 1 og varð þá straumlaust á öllu Reykjanesi. Hékk platan föst á línunni og þurfti að gera við hana. Ljóst er að ekki þarf mikið til svo fjöldi fólks verði án rafmagns og loka þurfi flugvellinum svo dæmi séu tekin.

Guðmundur Ingi segir að forsvarsmenn Landsnets hafi lengi bent á að bæta þurfi öryggi í tengslum við raforkumál á Reykjanesi. Byggja þurfi aðra línu út Reykjanesið frá meginflutningskerfi, Suðurnesjalínu 2, en framkvæmdirnar hafi verið strand lengi.

Segir hann Landsnet bíða eftir framkvæmdaleyfi frá tveimur bæjarfélögum á Suðurnesjum en vonast hann til að úr greiðist eins fljótt og hægt er, afar brýnt sé að byggja línuna.

Rafmagn komið á að nýju

Rafmagnslaust á Reykjanesi

Tilkynning barst heldur seint

Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets.
Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert