Björgunarsveitir frá Varmahlíð og Sauðárkróki eru nú að aðstoða vegfarendur sem eru í vanda á Öxnadalsheiði sem nú er búið að loka vegna slæms veðurs og ófærðar. Vart sést út úr augum í Bakkaselsbrekkunni og er ekkert ferðaveður. Einnig er vegurinn um Vatnsskarð lokaður.
Björgunarsveitin Bára á Djúpavogi hefur einnig verið kölluð út til aðstoðar slökkviliði eftir að eldur kom upp á eyðibýlinu Steinaborg.
Ernir á Bolungarvík lokaði veginum yfir Sandana í samráði við Vegagerðina. Þar er slæmt veður og mikil hálka. Búið er að hálkuverja veginn og opna fyrir umferð aftur.
Fyrr í dag fór svo Björgunarsveitin Árborg í óveðursútkall en tilkynnt var um gróðuhús sem var að fjúka á hliðina við Norðurbraut. Tók það níu björgunarmenn rúma klukkustund að leysa málið.
Frétt mbl.is: Fimm bíla árekstur í Vatnsskarði.
Frétt mbl.is: Lokað á Öxnadalsheiði og Vatnsskarði