Það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir þjóðarbúið að ríkissjóður fái á nýjan leik lánshæfiseinkunn matsfyrirtækjanna Standard & Poor's, Moody's og Fitch, í A-flokki.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að það sé góðs viti að S&P og Fitch hafi metið horfur ríkissjóðs jákvæðar í síðasta mánuði og gefi vissar vonir um að það styttist í að lánshæfiseinkunn matsfyrirtækjanna verði hækkuð í A-flokk.
„Ef lánshæfiseinkunn ríkissjóðs verður hækkuð í A-flokk getur það skipt miklu, bæði hvað varðar þau kjör sem Íslandi standa til boða og líka hvað varðar áhuga lánveitenda á að lána ríkinu,“ sagði Bjarni í samtali um þessi efni í Morgunblaðinu í dag.