Gjaldeyrisstaða Íslands hefur batnað verulega

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Árni Sæberg

Útlit er fyrir mun betri viðskiptajöfnuð á næstu árum en talið var fyrir hálfu ári og hefur það ásamt öðru aukið mikið líkurnar á því að þjóðarbúið verði sjálfu sér nægt um gjaldeyri á næstu árum.

Þetta er mat Jóns Bjarka Bentssonar, hagfræðings hjá Greiningu Íslandsbanka, en tilefnið er ný spá Seðlabankans um viðskiptajöfnuð. Telur bankinn horfur hafa batnað.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum, bættan viðskiptajöfnuð gefa tilefni til bjartsýni „hvað varðar endurgreiðsluferli þjóðarbúsins en þó að teknu tilliti til þess að aflandskrónuvandinn og vandi gömlu bankanna verði leystur“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert