VG stimplaðir sem „á móti“

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, í Iðnó í dag.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, í Iðnó í dag. mbl.is/Árni Sæberg

„Meðal þeirra áskor­ana sem við, Vinstri græn, þurft­um að tak­ast á við þá [árið 2003] voru þau orð að við vær­um „fúl á móti-flokk­ur­inn.“ Nán­ast á móti öllu sem þá var of­ar­lega á baugi, sem var nán­ast þrá­hyggju­kennd markaðsvæðing allra hluta og al­gert skeyt­ing­ar­leysi um um­hverf­is­mál,“ sagði Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs, við upp­haf flokks­ráðsfund­ar Vinstri grænna sem nú er hald­inn í Iðnó í Reykja­vík.

Að sögn Katrín­ar stóð Vinstri­hreyf­ing­in – grænt fram­boð frammi fyr­ir fleiri áskor­un­um þetta sama ár þegar hún var kjör­in vara­formaður flokks­ins. Í því sam­hengi nefndi hún álit sumra þess efn­is að flokk­ur­inn væri ekki stjórn­tæk­ur. „Því við féll­umst ekki á all­ar for­send­ur nú­tíma­legs markaðssam­fé­lags og því mynd­um lík­lega setja allt á haus­inn um leið og við kæm­um nærri stjórn sam­fé­lags­ins.“

„Og þótti mér báðir þess­ir fras­ar hreint ekki sann­gjarn­ir,“ sagði Katrín og bætti við að flokk­ur henn­ar hafi að und­an­förnu gert ým­is­legt til þess að sporna gegn „á móti“ stimpl­in­um. Var það m.a. gert með um­fangs­mik­illi aug­lýs­inga­her­ferð á sín­um tíma en í henni var áhersla lögð á hin ýmsu mál sem flokk­ur­inn styður og stend­ur fyr­ir. Nefndi formaður­inn í því sam­hengi nátt­úru­vernd, frið og vel­ferð.

„Og það er mín trú að sú bar­átta hafi hægt og bít­andi skilað sér með þeim ár­angri að í kosn­ing­un­um 2007 upp­skár­um við rúm 14 pró­sent úr kjör­köss­un­um, sem fyr­ir litl­um átta árum þótti mjög mikið fylgi fyr­ir rót­tæk­an vinstri um­hverf­is­vernd­ar­flokk á borð við okk­ur. Hvað varðar það að vera stjórn­tæk þá skipt­ir nú kannski mestu að við feng­um að spreyta okk­ur á því vanda­sama verk­efni að koma að rík­is­stjórn­ar­sam­starfi. Þar reyndi mjög á flokk­inn, und­ir mjög erfiðum kring­um­stæðum, sem var mjög lær­dóms­ríkt fyr­ir okk­ur öll sem tók­um þátt í því en það skilaði líka mikl­um ár­angri,“ sagði Katrín. 

For­sæt­is­ráðherra enn í stjórn­ar­and­stöðu

Í ávarpi sínu kom Katrín einnig inn á gagn­rýni álits­gjafa á virkni og sýni­leika þeirra flokka sem skipa stjórn­ar­and­stöðuna á þingi, en flokk­arn­ir hafa m.a. verið gagn­rýnd­ir fyr­ir held­ur veika and­stöðu að und­an­förnu.

„Því er til að svara að í fyrsta lagi þá erum við í stjórn­mál­um til að berj­ast fyr­ir okk­ar hug­sjón­um en ekki bara til að vera í and­stöðu. Í öðru lagi ákváðum við, þing­menn Vinstri grænna, að við hefðum eng­an áhuga á því að líkj­ast þeirri stjórn­ar­and­stöðu sem iðkuð var á síðasta kjör­tíma­bili, sem okk­ur þótti bæði ómál­efna­leg og gegnd­ar­laus á köfl­um,“ sagði Katrín og bætti við: „Stund­um held ég að for­sæt­is­ráðherra sé enn í stjórn­ar­and­stöðu við Stein­grím og Jó­hönnu og gleymi því að hann er kom­inn í aðra vinnu.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert