Vindur í lofti er enn að vaxa norðanlands og verður í hámarki á milli kl. 18 og 22. Mjög hvasst víða á fjallvegum og sviptivindar á láglendi þar sem hviðurnar geta orðið allt að 35-45 m/s á Snæfellsnesi, á Vestfjörðum og á Norðurlandi. 45-55 m/s snemma í kvöld á utanverðum Tröllaskaga og við vestanverðan Eyjafjörð.
Einnig í Skagafirði frá Varmahlíð á Sauðárkrók sem og í Ljósvatnsskarði og Kinn. Þá er líka spáð byljóttum vindi fram á nótt suðaustanlands, einkum við Hornafjörð og Hvalnes.
Aurskriða lokar veginum við Klett í Kollafirði í Austur-Barðastrandarsýslu en unnið er að hreinsun og vonast er til að vegurinn opnist fljótlega.
Vegfarendur eru varaðir við miklum vatnavöxtum í dag, vatn getur farið yfir veg þar sem ræsi hafa ekki undan.
Færð og aðstæður
Vegir á Suður- og Vesturlandi eru að mestu greiðfærir þó er eitthvað um hálku eða hálkubletti í uppsveitum Suðurlands. Óveður er á norðanverðu Snæfellsnesi, Bröttubrekku og á Laxárdalsheiði.
Það er eitthvað um hálkubletti á Vestfjörðum, óveður er á flestum fjallvegum og á Súðavíkurhlíð.
Vegir eru víða greiðfærir á Norðurlandi en þó er eitthvað um hálkubletti. Óveður er á Siglufjarðarvegi, Öxnadalsheiði og á Mývatns- og Möðrudalsöræfum.
Á Austurlandi eru hálkublettir nokkuð víða en greiðfært að mestu á Héraði, Fagradal og Oddsskarði. Greiðfært er að mestu með suðausturströndinni en óveður á Hvalnesi.
Undanfarna daga hefur hópur af hreindýrum verið við veg á milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar og eru vegfarendur beðnir að sýna aðgát.
Vegna óvenjumikils jarðsigs á Siglufjarðarvegi eru vegfarendur beðnir að gæta ýtrustu varúðar.
Uppfært kl. 18.22
Búið er að opna veginn við Klett í Kollafirði í Austur-Barðastrandarsýslu.