Tvíburaforeldrar í mál við ríkið

mbl.is/Brynjar Gauti

Hjón sem komu með tvíbura til Íslands í fyrra, sem þau höfðu eignast með aðstoð staðgöngumóður í Bandaríkjunum, hafa stefnt íslenska ríkinu og þjóðskrá til að fá viðurkennda stöðu sína. Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV.

Önnur hjón sem einnig eignuðust tvíbura með aðstoð staðgöngumóður í Bandaríkjunum, eru með sambærilegt mál í undirbúningi. Í báðum tilvikum er konunum, sem eru bandarískar, neitað um staðfestingu á því að þær séu mæður barnanna í lagalegum skilningi. Faðerni barnanna hefur verið viðurkennt. Feðurnir eru báðir Íslendingar.

Staðgöngumæðrun er ólögleg á Íslandi en frumvarp um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni hefur verið lagt fram til umsagnar.

Reykjavík vikublað greindi frá því í gær að Útlend­inga­stofn­un vissi um dæmi þess að fólk sem lét er­lenda staðgöngumóður ala sér barn hafi reynt að leyna því þegar komið var með barnið til Íslands. Svo var ekki í þessum tilvikum, að því er fram kemur í frétt RÚV.

Frétt mbl.is: Reyndu að leyna staðgöngumæðrun

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert