Hálfnaðir með gangagröft

Starfsmenn Ósafls fagna áfanganum inni í miðju fjallinu. Táknið hefur …
Starfsmenn Ósafls fagna áfanganum inni í miðju fjallinu. Táknið hefur verið sprautað á vegginn.

Gangagröftur í Vaðlaheiðargöngum er nú hálfnaður. Við lok síðustu vinnuviku voru göngin orðin 3.642 metrar að lengd en alls eru 7,17 kílómetrar í gegnum heiðina.

Gangamenn Ósafls fögnuðu áfanganum og gæddu sér á tertu frá Vaðlaheiðargöngum hf.

Nú er eingöngu sprengt á einum stafni, Fnjóskadalsmegin, og er ágætur gangur þar flestar vikurnar. Í liðinni viku lengdust göngin um 60 metra og með því var 947 metrum lokið Fnjóskadalsmegin. Ekki hefur verið hægt að vinna Eyjafjarðarmegin í langan tíma vegna hita í göngunum en þeim megin eru göngin 2.695 metra löng.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert