Skilinn eftir á röngum stað

Bíll sem undirverktaki Strætó notar til að aka fötluðum í …
Bíll sem undirverktaki Strætó notar til að aka fötluðum í ferðaþjónustu fatlaðra. Morgunblaðið/Golli

Móðir mikið fatlaðs manns seg­ir að ferðaþjón­usta fatlaðs fólks hafi skilið hann eft­ir á röng­um stað án þess að nokk­ur væri til að taka á móti hon­um. Hann hafi einnig verið skil­inn eft­ir í síðustu viku. Hún vill að nú­ver­andi kerfi í ferðaþjón­ust­unni verði lagt niður og það gamla tekið upp að nýju.

Bryn­dís Ingi­björg Björns­dótt­ir er móðir Þórðar Guðlaugs­son­ar. Doddi, eins og hann er kallaður, er mjög mál­halt­ur og geng­ur við tvo stafi. Hún skrifaði á Face­book-síðu sína í dag um reynslu þeirra af ferðaþjón­ustu fatlaðs fólks á veg­um Strætó.

„Maður er orðinn gráti nær, það var verið að hringja frá end­ur­hæf­ing­unni í Kópa­vogi og hvað haldið þið? Doddi var skil­inn eft­ir þar fyr­ir utan, ekki talað við neinn og hann átti ekki að fara þangað, en hann var með síma og gat hringt í mömmu sína og starfsmaður talaði við mig og ætl­ar að kalla aft­ur á ferða(þjón­ust­una) til að skutla hon­um á rétt­an stað,“ skrifaði Bryn­dís.

Í sam­tali við mbl.is seg­ir hún að Doddi hafi átt að fara á stað í ná­grenn­inu en hann hafi verið skil­inn eft­ir án þess að nokk­ur tæki á móti hon­um. Vegna fötl­un­ar hans séu ekki marg­ir sem skilji hann.

„Það er brjálað að skilja ein­stak­linga eft­ir svona hist og her. Það þarf bara að henda þessu kerfi og taka upp gamla kerfið. Þetta er ónýtt og rán­dýrt,“ seg­ir hún.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert