Verslun ekki hlutverk ríkisins

mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Meiri­hluti efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar tel­ur rétt að taka áfeng­is­lög­gjöf­ina til heild­stæðrar end­ur­skoðunar með hliðsjón af til­tölu­lega nýrri lög­gjöf í Svíþjóð.

Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í um­sögn nefnd­ar­inn­ar um frum­varp til laga um breyt­ingu á lög­um um versl­un með áfengi og tób­ak, „áfeng­is­frum­varpið“ svo­kallaða.

„Meiri­hlut­inn tel­ur það ekki vera hlut­verk rík­is­ins að reka versl­an­ir, hvort sem er með áfengi, snyrti­vör­ur, lyf eða annað og myndi leggj­ast al­farið gegn frek­ari rík­i­s­væðingu í versl­un. Raun­in er sú að rík­is­versl­un hef­ur verið að leggj­ast af, á mörg­um sviðum. Einkaaðilar selja hina ýmsu hluti á frjáls­um markaði, suma mjög vara­sama eins og tób­ak, lyf og vopn,“ seg­ir í um­sögn meiri­hlut­ans. Að henni standa þau Guðmund­ur Stein­gríms­son, Unn­ur Brá Kon­ráðsdótt­ir, Will­um Þór Þórs­son, Vill­hjálm­ur Bjarna­son, með fyr­ir­vara, og Pét­ur H. Blön­dal.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert