Flóafélögin hafa lagt fram launakröfur sínar en kröfugerð samninganefndarinnar var samþykkt einróma á fundi í gær. Félögin vilja að gerður verði samningur til eins árs og að lágmarkshækkun í launatöflu verði 35.000 krónur. Kröfugerðin var afhent Samtökum atvinnulífsins í dag.
Kröfur samninganefndar Flóafélaganna eru eftirfarandi:
Fram kemur á vef Eflingar, að mikil samstaða hafi verið á fundinum í gær. Þar hafi verið rifjaðar upp þær grundvallarforsendur sem hafi legið fyrir þeim kjarasamningum sem samþykktir voru síðast en það var áhersla á aukinn kaupmátt með hófstilltum launahækkunum allra samtaka launafólks.
Þá segir að sú stefna hafi verið þverbrotin af samninganefndum ríkis og sveitarfélaga og því byggist kröfugerð Flóafélaganna á kröfu um leiðréttingu launa og jafnræði félagsmanna stéttarfélaga á vinnumarkaði.