Tveir fluttir á slysadeild

Frá vettvangi slyssins í kvöld, en á myndinni sést lögreglumaður …
Frá vettvangi slyssins í kvöld, en á myndinni sést lögreglumaður að störfum. Bifreiðin sem hér sést skemmdist mjög mikið, en beita þurfti klippum til að ná ökumanninum út. mbl.is/Golli

Tveir voru fluttir á slysadeild eftir mjög harðan tveggja bíla árekstur sem varð um klukkan 22:30 í kvöld á Suðurlandsvegi við Rauðavatn. Bílarnir komu úr gagnstæðum áttum og er talið að rekja megi slysið til mikillar hálku.

Að sögn varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins voru ökumennirnir einir í bifreiðunum. Annar þeirra er alvarlega slasaður, en beita þurfti klippum til að ná honum út úr bílnum og tókst það upp úr klukkan 23, eða um hálftíma eftir að tilkynning barst.  

Hinn ökumaðurinn slasaðist minna. Báðir voru fluttir á slysadeild Landspítalans í Fossvogi.

Að sögn varðstjóra SHS hafði þriðja bifreiðin hafnað utan vegar skammt frá slysstaðnum, en ekki liggur fyrir hvort sú bifreið tengist ofangreindu atviki eður ei.

Fjölmennt lið lögreglu og sjúkraliðs fór á vettvang og var veginum lokað á meðan aðgerðir stóðu yfir. Búist er við að vegurinn verði opnaður eftir tæpa klukkustund.

Mjög harður árekstur

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert