Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir íslensk stjórnvöld finna á ýmsan hátt fyrir aðgerðum Bandaríkjastjórnar gagnvart Íslendingum vegna hvalveiða.
Fjallað er um aðgerðirnar í minnisblaði Johns Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og tveggja annarra ráðherra til Bandaríkjaforseta en þær hafa staðið yfir frá 1. apríl 2014. Segir þar að bandarískir ráðherrar sniðgangi viðburði á Íslandi og að bandarískir embættismenn nýti hvert tækifæri til að mótmæla hvalveiðum Íslendinga við íslenska ráðamenn.
Í samtali í Morgunblaðinu í dag segir Gunnar Bragi aðspurður að þessar aðgerðir leyni sér ekki.