Dómurinn kom Sigurði á óvart

Sigurður Einarsson.
Sigurður Einarsson. mbl.is/Þórður

Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, var brugðið er hann heyrði af úrskurði Hæstaréttar í dag. Þetta kemur fram í viðtali við Sigurð sem birtist í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Eins og þekkt er orðið voru hann, ásamt þremur öðrum stjörnendum og eigendum Kaupþings sakfelldir í Al-Thani málinu svokallaða í dag. Var Sigurður dæmdur í fjögurra ára fangelsi.

„Mín fyrstu viðbrögð við dómnum eru í raun þau sko að á dauða mínum átti ég von ekki þessu,“ sagði Sigurður. Sagði hann dóminn hafa komið sér á óvart og að forsendur hans geti ekki staðist. 

„Ég held að þetta sé svona einn af þeim dómum sem verður talinn svona ja bara hrein þvæla þegar fram líða stundir. Ég bara held að ef það er virkilega þannig að fimm af hæfustu hæstaréttardómurum landsins hafi komist að þessari niðurstöðu þá er eitthvað verulega brenglað við hugarfar þeirra manna,“ segir Sigurður.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert